Arnar: „Þetta var hálf barnalegt allt saman“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. maí 2019 22:26 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld vísir/bára Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn