Spurning Elliða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:32 Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar