Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 19:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent