Feigðarflan? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2019 07:45 Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun