Vonir standa til þess að norræna flugfélagið SAS geti hafið flug að nýju samkvæmt áætlun eftir hádegi á morgun. Samninganefndir í kjaradeilu flugmanna flugfélagsins SAS funda hjá sáttasemjara í hádeginu í dag.
Verkfall flugmanna SAS hófst á föstudaginn en í samtali við NTB segir ríkissáttasemjari Noregs að nú sé leitað leiða til að finna lausn á deilunni. Hann hafi trú á því að það takist en að staðan sé krefjandi.
Talsmaður SAS tekur undir þetta í samtali við ríkismiðilinn NRK og segir viðræðurnar komnar í ágætan fasa. Það muni aftur á móti taka nokkurn tíma að koma flugsamgöngum aftur í rétt horf, ef tekst að landa samningum.
Alls hefur ríflega 3.300 flugferðum verið aflýst vegna verkfallsins sem hefur haft áhrif á 330 þúsund farþega og verður 504 flugferðum til viðbótar aflýst í dag og 280 á morgun.
Sáttatónn í SAS-deilunni en fleiri flugferðum aflýst
Tengdar fréttir
Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn.
Verkfall SAS-flugmanna heldur áfram
Flugmenn hafa nú verið í verkfalli í fimm daga. Rúmlega fimm hundruð flugferðum hefur verið aflýst vegna þess í dag.