Skotárásin var gerð rétt fyrir klukkan sex að staðartíma nærri Kennedy Hall-byggingunni á háskólasvæðinu. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tori Lára Mitchell er í tónlistarnámi við háskólann. Hún á íslenska móður og bandarískan föður. Tori Lára kemur til Íslands á hverjum sumri.
Hún segir að strákur við skólann hafi skotið á nemendur. Tilgangur skotárásarinnar hafi verið að vekja athygli skólayfirvalda á óánægju árásarmannsins með kennara skólans. Hann hafi samt ekki ráðist á kennara heldur nemendur.

„Þetta var hræðilegt. Það var svo mikið „panic“, það var fólk sem var að deyja,“ segir Tori Lára.
Ríkisstjóri Norður-Karólínu segir að ofbeldi eigi ekki að viðgangast á háskólasvæðinu. Skoða þurfi hvernig tryggja megi að nemendur og starfsfólk þurfi ekki að óttast árásir með skotvopnum.
Skólavistinni var lokað eftir árásina en hún var opnuð aftur í dag.