Ekki nóg fyrir Denver að hægja á hetju Portland liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 07:30 David Vanterpool, aðstoðarþjálfari Portland Trail Blazers, talar við Damian Lillard í leiknum í nótt. AP/David Zalubowski Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli