Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:01 Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Vísir/Getty Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira