Er Reykjavík að verða að draugabæ? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. maí 2019 21:25 Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun