Innlent

Sólin mun hífa upp hitatölurnar eftir svala nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svona er gert ráð fyrir að veðrið verði á landinu klukkan 16.00 í dag.
Svona er gert ráð fyrir að veðrið verði á landinu klukkan 16.00 í dag. Veðurstofa Íslands
Gert er ráð fyrir því að sólin muni hífa upp hitatölurnar í dag eftir svala nótt en í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að líklega fari hitinn yfir 12 stig víða um landið síðdegis í dag en þá snýst vindur til suðausturs og tekur að þykkna upp syðra með skúrum á Suðausturlandi.

Hæg norðan átt en 8-13 m/s austast á landinu fram á kvöld. Skýjað að mestu um norðanvert landið og skúrir og él til fjalla, í fyrstu á Norður-og Austurlandi en úrkomulítið nálægt hádegi og hiti víða 2-8 stig.

Norðanlands rofar til en Austfirðingar mega þó gera ráð fyrir því að frost fari í tveggja stafa tölu í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað að mestu og stöku él norðanlands en skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað og dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og bjart syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi og víða næturfrost.

Á föstudag og laugardag:

Útilit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með skúrum eða dálitlum éljum en bjartviðri SV-til og svölu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×