Viðureignin við Þanos Guðmundur Steingrímsson skrifar 6. maí 2019 07:00 Undanfarna daga hef ég lúslesið fréttasíðurnar á landinu bláa og leitað að markverðum tíðindum. Þar sem ég telst jú til fastra penna og skrifa vikulega, þá felst martröð mín einna helst í því að ekkert markvert, ekki baun, sé í fréttum. Ég espast upp við skandala og stórtíðindi, rifrildi og skærur. Þá er gaman. Lognmolla er dauði. Í liðinni viku varð ég verulega undrandi. Gráti nær jafnvel. Ég var ekki að fara að skrifa um það að Icelandair ætli að skipta yfir í Airbus. Maður á ekki að venjast því að svona tíðindaleysi ríki í maí. Hin hefðbundna gúrkutíð er miðsumars. Þá eru allir í fríi. Þessi undarlega ládeyða í fréttum og stórtíðindum varð mér sérstakt rannsóknarefni. Hvað er að ske? Hverju sætir? Eftir smá umhugsun blasti svarið við mér: Það eru auðvitað allir inni að horfa á Game of Thrones. Það má enginn vera að neinu öðru. Þjóðfélagið er á pásu.Sameinuð veröld Ekki bætir úr skák að Avengers: Endgame hefur einnig verið í bíó undanfarið. Það þarf að sjá hana líka. Mér finnst þetta bitastætt. Sjáiði til: Á laugardaginn fór ég í um það bil hundrað metra röð í fjörutíu mínútur í borginni La Paz í Bólivíu til að næla mér í miða fyrir fjölskylduna. Þar stóð ég við hlið frumbyggjakonu klæddrar í stórt litríkt pils með háan hatt á höfði að bólivískum sið og fjölskyldu hennar. Allir vilja sjá hvernig hetjunum reiðir af í viðureigninni við hinn ógnarsterka, illa og eilítið þunglynda Þanos. Það er einmitt þetta sem er magnað: Það er ótrúlegt að sjá hvernig stórvirki í sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð sameina fólk, jafnvel lungann úr mannkyni. Í samtölum við fólk í Suður-Ameríku segjum við stundum að við fjölskyldan séum úr norðri. „Norðan við vegg,“ segjum við og flestir skilja hvað átt er við. Það er hlegið. Jafnvel er talað smá í kjölfarið um sameiginlegar áhyggjur okkar af Jon Snow.Ævintýrið í raunheimum Við hjónin hyggjumst bíða með það að horfa á síðustu þáttaröðina. Við þurfum að komast í almennilegt sjónvarp, en ekki vera á flandri með bakpoka, áður en við byrjum slíka hátíð. Sá sem vogar sér að eyðileggja þessa eftirvæntingu, með því að segja okkur hvað gerist, mun uppskera djúpa óvild okkar hjóna um árabil. Svona eru áhrif vel gerðra sjónvarpsþátta og frábærra bíómynda: Þetta grípur mann. Maður hlakkar til að sjá. Maður lifir sig inn í. Og þó maður kunni vel að greina skil heimanna, þess sem gerist í ævintýrinu og þess sem gerist í raun og veru frá degi til dags, þá speglar vel gert sjónarspil raunheiminn og þá krafta sem þar eigast við. Og öfugt, vil ég meina: Getur ekki verið að þróun veraldarinnar þessi árin – hinn mikli umhverfisháski sem mannkyn hefur komið sér í – verði eins og tíu rosalegar seríur? Á einhverjum tímapunkti hverfur öll von – kannski bráðum – en svo gerist hið óvænta. Uppgötvun breytir öllum forsendum, hjálpræðið birtist úr óvæntri átt eða sameinaður kraftur fólksins magnast í veldisvexti þegar dauðalínan nálgast, og mannkyn sleppur með skrekkinn í bili. Hefur þróun háskans ekki svo oft verið svona, líkt og í sjónvarpsþáttaröð eða ofurhetjumynd? Kjarnorkustríðin urðu ekki, þótt stundum stappaði nærri því.Vonin blíð Það getur þannig falist ákveðin von í því í sjálfu sér – viss kraftur – að fólk í 170 löndum sé sameinað fyrir framan sjónvarpsskjái að horfa á háskaleg ævintýri og viðureignir dreka í frosthörkum. Ég veit ekki um neina sjónvarpsþáttaröð eða kvikmynd sem hefur endað með hörmungum. Alltaf sigrar hið góða. Vonin blíð. Hér vaknar spurning um áhrif. Hvaða áhrif hefur það á heilt mannkyn að sökkva sér sameiginlega í háskalegan söguþráð, hvað eftir annað, sem alltaf endar þó vel? Getur maður vonað að slíkt mannkyn muni, þegar öllu er á botninn hvolft, aldrei taka annað í mál en að háskaleikar raunveruleikans endi líka vel? Horfum og vonum. Þokkaleg ævi – hef ég reiknað út – er um það bil tíu sjónvarpsþáttaraðir ef gert er ráð fyrir að hver þáttaröð sé níu seríur eða svo. Ævi mín byrjaði með Húsinu á sléttunni, færðist svo yfir í Dallas, þaðan í Friends, svo 24 og nú Game of Thrones. Inni á milli eru ótal bíómyndir og ótal aðrar seríur. Lost, Shameless, Walking Dead (ég hef verulegar áhyggjur af Rick Grimes). Ef vel spilast úr eiga kannski fimm seríur, hver á eftir annarri, eftir að marka spor sín í líf mitt hér eftir. Og vonandi sameinast mannkyn alltaf meira og meira yfir hinu sameiginlega markmiði: Að láta mannlífið dafna áfram, um aldir, þrátt fyrir yfirþyrmandi og endalausan háska. „Hasta la vista, baby,“ sagði frumbygginn við okkur á strábátnum á Titicaca-vatninu í síðustu viku og réri aftur út á vatnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég lúslesið fréttasíðurnar á landinu bláa og leitað að markverðum tíðindum. Þar sem ég telst jú til fastra penna og skrifa vikulega, þá felst martröð mín einna helst í því að ekkert markvert, ekki baun, sé í fréttum. Ég espast upp við skandala og stórtíðindi, rifrildi og skærur. Þá er gaman. Lognmolla er dauði. Í liðinni viku varð ég verulega undrandi. Gráti nær jafnvel. Ég var ekki að fara að skrifa um það að Icelandair ætli að skipta yfir í Airbus. Maður á ekki að venjast því að svona tíðindaleysi ríki í maí. Hin hefðbundna gúrkutíð er miðsumars. Þá eru allir í fríi. Þessi undarlega ládeyða í fréttum og stórtíðindum varð mér sérstakt rannsóknarefni. Hvað er að ske? Hverju sætir? Eftir smá umhugsun blasti svarið við mér: Það eru auðvitað allir inni að horfa á Game of Thrones. Það má enginn vera að neinu öðru. Þjóðfélagið er á pásu.Sameinuð veröld Ekki bætir úr skák að Avengers: Endgame hefur einnig verið í bíó undanfarið. Það þarf að sjá hana líka. Mér finnst þetta bitastætt. Sjáiði til: Á laugardaginn fór ég í um það bil hundrað metra röð í fjörutíu mínútur í borginni La Paz í Bólivíu til að næla mér í miða fyrir fjölskylduna. Þar stóð ég við hlið frumbyggjakonu klæddrar í stórt litríkt pils með háan hatt á höfði að bólivískum sið og fjölskyldu hennar. Allir vilja sjá hvernig hetjunum reiðir af í viðureigninni við hinn ógnarsterka, illa og eilítið þunglynda Þanos. Það er einmitt þetta sem er magnað: Það er ótrúlegt að sjá hvernig stórvirki í sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð sameina fólk, jafnvel lungann úr mannkyni. Í samtölum við fólk í Suður-Ameríku segjum við stundum að við fjölskyldan séum úr norðri. „Norðan við vegg,“ segjum við og flestir skilja hvað átt er við. Það er hlegið. Jafnvel er talað smá í kjölfarið um sameiginlegar áhyggjur okkar af Jon Snow.Ævintýrið í raunheimum Við hjónin hyggjumst bíða með það að horfa á síðustu þáttaröðina. Við þurfum að komast í almennilegt sjónvarp, en ekki vera á flandri með bakpoka, áður en við byrjum slíka hátíð. Sá sem vogar sér að eyðileggja þessa eftirvæntingu, með því að segja okkur hvað gerist, mun uppskera djúpa óvild okkar hjóna um árabil. Svona eru áhrif vel gerðra sjónvarpsþátta og frábærra bíómynda: Þetta grípur mann. Maður hlakkar til að sjá. Maður lifir sig inn í. Og þó maður kunni vel að greina skil heimanna, þess sem gerist í ævintýrinu og þess sem gerist í raun og veru frá degi til dags, þá speglar vel gert sjónarspil raunheiminn og þá krafta sem þar eigast við. Og öfugt, vil ég meina: Getur ekki verið að þróun veraldarinnar þessi árin – hinn mikli umhverfisháski sem mannkyn hefur komið sér í – verði eins og tíu rosalegar seríur? Á einhverjum tímapunkti hverfur öll von – kannski bráðum – en svo gerist hið óvænta. Uppgötvun breytir öllum forsendum, hjálpræðið birtist úr óvæntri átt eða sameinaður kraftur fólksins magnast í veldisvexti þegar dauðalínan nálgast, og mannkyn sleppur með skrekkinn í bili. Hefur þróun háskans ekki svo oft verið svona, líkt og í sjónvarpsþáttaröð eða ofurhetjumynd? Kjarnorkustríðin urðu ekki, þótt stundum stappaði nærri því.Vonin blíð Það getur þannig falist ákveðin von í því í sjálfu sér – viss kraftur – að fólk í 170 löndum sé sameinað fyrir framan sjónvarpsskjái að horfa á háskaleg ævintýri og viðureignir dreka í frosthörkum. Ég veit ekki um neina sjónvarpsþáttaröð eða kvikmynd sem hefur endað með hörmungum. Alltaf sigrar hið góða. Vonin blíð. Hér vaknar spurning um áhrif. Hvaða áhrif hefur það á heilt mannkyn að sökkva sér sameiginlega í háskalegan söguþráð, hvað eftir annað, sem alltaf endar þó vel? Getur maður vonað að slíkt mannkyn muni, þegar öllu er á botninn hvolft, aldrei taka annað í mál en að háskaleikar raunveruleikans endi líka vel? Horfum og vonum. Þokkaleg ævi – hef ég reiknað út – er um það bil tíu sjónvarpsþáttaraðir ef gert er ráð fyrir að hver þáttaröð sé níu seríur eða svo. Ævi mín byrjaði með Húsinu á sléttunni, færðist svo yfir í Dallas, þaðan í Friends, svo 24 og nú Game of Thrones. Inni á milli eru ótal bíómyndir og ótal aðrar seríur. Lost, Shameless, Walking Dead (ég hef verulegar áhyggjur af Rick Grimes). Ef vel spilast úr eiga kannski fimm seríur, hver á eftir annarri, eftir að marka spor sín í líf mitt hér eftir. Og vonandi sameinast mannkyn alltaf meira og meira yfir hinu sameiginlega markmiði: Að láta mannlífið dafna áfram, um aldir, þrátt fyrir yfirþyrmandi og endalausan háska. „Hasta la vista, baby,“ sagði frumbygginn við okkur á strábátnum á Titicaca-vatninu í síðustu viku og réri aftur út á vatnið.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun