Viðskiptaleg forréttindi Isavia hafa valdið milljarða króna tjóni Þórir Garðarsson skrifar 7. maí 2019 12:51 Furðulegt er að heyra forsvarsmenn Isavia og ráðherra í ríkisstjórn fullyrða að ákvarðanir um að leyfa skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli hafi verið teknar á viðskiptalegum forsendum. Hvers konar viðskiptalegu forsendur eru það að leyfa milljarða króna skuldasöfnun með haldsrétti í eignum þriðja aðila? Í venjulegum viðskiptum þarf að vega og meta áhættuna sem fylgir þeim. Viðskiptasögu og greiðslugetu þarf að kanna. Skapa þarf traust. Þannig skapast forsendur fyrir viðskiptunum. Öfugt við þetta hefur Isavia viðskiptaleg forréttindi. Isavia telur sig ekki þurfa að vega og meta áhættu af viðskiptum við flugfélög með sama hætti og gert er annars staðar í atvinnulífinu. Ríkisfyrirtækið telur sig hafa lögverndaðan haldsrétt í flugvélum flugfélaga, ekki bara fyrir flugvallarkostnaði heldur öllum viðskiptum flugrekanda eða leigutaka. Ef slík forréttindi eiga að teljast lögleg, þá þarf að breyta þeim lögum. Þessi forréttindi hafa skekkt stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og valdið gríðarlega miklu tjóni. Forráðamenn Isavia segja að félagið þurfi að hafa haldsrétt á flugvélum til að auðvelda flugfélögum að hefja flug hingað til lands. Isavia gæti annars þurft að krefjast trygginga og það gæti verið íþyngjandi og dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi. Með því er Isavia í raun að segja að fyrirtækið treysti sér ekki til að vega og meta flugfélög á viðskiptalegum forsendum, nákvæmlega eins og þarf að gera í öllum eðlilegum viðskiptum. Staðreyndin er auðvitað sú að Isavia hefur alla þá getu og kunnáttu sem þarf til að meta viðskiptavini með sama hætti og aðrir þurfa að gera. Ekki ber á öðru í samskiptum Isavia við önnur fyrirtæki en flugfélög. Þar er enginn afsláttur gefinn af kröfunum og mörg fyrirtæki hafa kvartað undan óbilgirni Isavia.Isavia hefur valdið stórtjóni Isavia hafði betri innsýn í stöðu WOW en aðrir en leyndi því hve miklar skuldir flugfélagsins voru vegna Keflavíkurflugvallar. Ef þjónusta Isavia við WOW hefði í raun verið á viðskiptalegum forsendum, þá hefði flugfélaginu ekki verið leyft að hlaða upp tveggja milljarða króna skuldum án skilyrða. Í það minnsta hefði Isavia getað gert kröfu til WOW um sjálfbæran rekstur og hætta að selja flugferðir undir kostnaðarverði, til að hafa von um greiðslu. En þess í stað leyfði Isavia skuldasöfnunina án nokkurra afskipta, vegna þess að félagið treysti á að geta lagt hald á flugvél fyrir upphæðinni. Isavia tók enga áhættu. Þannig dró Isavia endalok WOW á langinn um hálft til eitt ár. Isavia skapaði með þessari eftirgjöf falska mynd af stöðu flugfélagsins, þannig að birgjar héldu áfram að lána því vörur og þjónustu. Þeir sitja nú eftir með sárt ennið og háa reikninga á hendur WOW sem skiptastjóri gefur enga von um að fáist greiddir. Tap Icelandair er mest Icelandair hefur tapað milljörðum króna vegna þess að Isavia hjálpaði WOW að halda áfram að selja farmiða undir kostnaðarverði. Isavia leiddi tap WOW og gerði þannig illt verra. Undirboð WOW þvinguðu fargjöld Icelandair niður og stuðluðu þannig að miklum taprekstri beggja félaganna. Icelandair, stærsti viðskiptavinur Isavia, hlaut því stærsta skellinn vegna hins vanhugsaða stuðnings ríkisfyrirtækisins við WOW. Vitaskuld eru það svo hinir endanlegu eigendur Icelandair sem taka á sig tapið, vinnandi fólk og fyrirtæki sem borga í lífeyrissjóðina sem eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Íslenskur almenningur á Isavia lítið að þakka fyrir að rýra verðmæti lífeyrissjóðanna. Sérkennilegar röksemdir Stjórnendur Isavia og ráðherrar segja að Keflavíkurflugvöllur hafi engu að síður haft töluverðar tekjur af farþegum WOW. Skiluðu farþegar annarra flugfélaga ekki líka tekjum? Hvers konar röksemdafærsla er þetta? Þarna staðfestir Isavia reyndar að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem skilar fyrirtækinu raunverulegum hagnaði, á meðan flugvallarþjónustan sem slík er rekin með miklu tapi. Isavia hafði semsagt fínar tekjur af farþegum WOW og ætlaði svo að selja flugvél í eigu þriðja aðila fyrir uppsöfnuðum lendingargjöldum. Fyrirtækið var bæði með belti og axlabönd en kallar það að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Það er bilun að reyna að verja þetta rugl. Frekar væri viðeigandi að viðurkenna mistökin. Ef Isavia telur sig hafa tekið ákvörðun um skuldasöfnun WOW á viðskiptalegum forsendum, þá verður fyrirtækið að sætta sig við það sem fylgir slíkum ákvörðunum, alveg eins og aðrir. Isavia verður þá að fara í röðina með öllum hinum kröfuhöfunum. En eins og Isavia hagar sér með haldsrétt í eignum þriðja aðila, þá fer fyrirtækið fram fyrir röðina. Það sýnir best hvað þetta er galið að ef ekki finnast fjármunir í þrotabúi WOW fyrir launagreiðslum, sem eru forgangskröfur, þá greiðir ríkissjóður laun og launatengd gjöld. En á skrifstofu Isavia ætla menn að sitja og telja peningaseðla frá erlendum eiganda flugvélar sem WOW hafði á leigu.Höfundur er stjórnarformaður Gray line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Furðulegt er að heyra forsvarsmenn Isavia og ráðherra í ríkisstjórn fullyrða að ákvarðanir um að leyfa skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli hafi verið teknar á viðskiptalegum forsendum. Hvers konar viðskiptalegu forsendur eru það að leyfa milljarða króna skuldasöfnun með haldsrétti í eignum þriðja aðila? Í venjulegum viðskiptum þarf að vega og meta áhættuna sem fylgir þeim. Viðskiptasögu og greiðslugetu þarf að kanna. Skapa þarf traust. Þannig skapast forsendur fyrir viðskiptunum. Öfugt við þetta hefur Isavia viðskiptaleg forréttindi. Isavia telur sig ekki þurfa að vega og meta áhættu af viðskiptum við flugfélög með sama hætti og gert er annars staðar í atvinnulífinu. Ríkisfyrirtækið telur sig hafa lögverndaðan haldsrétt í flugvélum flugfélaga, ekki bara fyrir flugvallarkostnaði heldur öllum viðskiptum flugrekanda eða leigutaka. Ef slík forréttindi eiga að teljast lögleg, þá þarf að breyta þeim lögum. Þessi forréttindi hafa skekkt stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og valdið gríðarlega miklu tjóni. Forráðamenn Isavia segja að félagið þurfi að hafa haldsrétt á flugvélum til að auðvelda flugfélögum að hefja flug hingað til lands. Isavia gæti annars þurft að krefjast trygginga og það gæti verið íþyngjandi og dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi. Með því er Isavia í raun að segja að fyrirtækið treysti sér ekki til að vega og meta flugfélög á viðskiptalegum forsendum, nákvæmlega eins og þarf að gera í öllum eðlilegum viðskiptum. Staðreyndin er auðvitað sú að Isavia hefur alla þá getu og kunnáttu sem þarf til að meta viðskiptavini með sama hætti og aðrir þurfa að gera. Ekki ber á öðru í samskiptum Isavia við önnur fyrirtæki en flugfélög. Þar er enginn afsláttur gefinn af kröfunum og mörg fyrirtæki hafa kvartað undan óbilgirni Isavia.Isavia hefur valdið stórtjóni Isavia hafði betri innsýn í stöðu WOW en aðrir en leyndi því hve miklar skuldir flugfélagsins voru vegna Keflavíkurflugvallar. Ef þjónusta Isavia við WOW hefði í raun verið á viðskiptalegum forsendum, þá hefði flugfélaginu ekki verið leyft að hlaða upp tveggja milljarða króna skuldum án skilyrða. Í það minnsta hefði Isavia getað gert kröfu til WOW um sjálfbæran rekstur og hætta að selja flugferðir undir kostnaðarverði, til að hafa von um greiðslu. En þess í stað leyfði Isavia skuldasöfnunina án nokkurra afskipta, vegna þess að félagið treysti á að geta lagt hald á flugvél fyrir upphæðinni. Isavia tók enga áhættu. Þannig dró Isavia endalok WOW á langinn um hálft til eitt ár. Isavia skapaði með þessari eftirgjöf falska mynd af stöðu flugfélagsins, þannig að birgjar héldu áfram að lána því vörur og þjónustu. Þeir sitja nú eftir með sárt ennið og háa reikninga á hendur WOW sem skiptastjóri gefur enga von um að fáist greiddir. Tap Icelandair er mest Icelandair hefur tapað milljörðum króna vegna þess að Isavia hjálpaði WOW að halda áfram að selja farmiða undir kostnaðarverði. Isavia leiddi tap WOW og gerði þannig illt verra. Undirboð WOW þvinguðu fargjöld Icelandair niður og stuðluðu þannig að miklum taprekstri beggja félaganna. Icelandair, stærsti viðskiptavinur Isavia, hlaut því stærsta skellinn vegna hins vanhugsaða stuðnings ríkisfyrirtækisins við WOW. Vitaskuld eru það svo hinir endanlegu eigendur Icelandair sem taka á sig tapið, vinnandi fólk og fyrirtæki sem borga í lífeyrissjóðina sem eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Íslenskur almenningur á Isavia lítið að þakka fyrir að rýra verðmæti lífeyrissjóðanna. Sérkennilegar röksemdir Stjórnendur Isavia og ráðherrar segja að Keflavíkurflugvöllur hafi engu að síður haft töluverðar tekjur af farþegum WOW. Skiluðu farþegar annarra flugfélaga ekki líka tekjum? Hvers konar röksemdafærsla er þetta? Þarna staðfestir Isavia reyndar að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem skilar fyrirtækinu raunverulegum hagnaði, á meðan flugvallarþjónustan sem slík er rekin með miklu tapi. Isavia hafði semsagt fínar tekjur af farþegum WOW og ætlaði svo að selja flugvél í eigu þriðja aðila fyrir uppsöfnuðum lendingargjöldum. Fyrirtækið var bæði með belti og axlabönd en kallar það að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Það er bilun að reyna að verja þetta rugl. Frekar væri viðeigandi að viðurkenna mistökin. Ef Isavia telur sig hafa tekið ákvörðun um skuldasöfnun WOW á viðskiptalegum forsendum, þá verður fyrirtækið að sætta sig við það sem fylgir slíkum ákvörðunum, alveg eins og aðrir. Isavia verður þá að fara í röðina með öllum hinum kröfuhöfunum. En eins og Isavia hagar sér með haldsrétt í eignum þriðja aðila, þá fer fyrirtækið fram fyrir röðina. Það sýnir best hvað þetta er galið að ef ekki finnast fjármunir í þrotabúi WOW fyrir launagreiðslum, sem eru forgangskröfur, þá greiðir ríkissjóður laun og launatengd gjöld. En á skrifstofu Isavia ætla menn að sitja og telja peningaseðla frá erlendum eiganda flugvélar sem WOW hafði á leigu.Höfundur er stjórnarformaður Gray line.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar