Viðskiptaleg forréttindi Isavia hafa valdið milljarða króna tjóni Þórir Garðarsson skrifar 7. maí 2019 12:51 Furðulegt er að heyra forsvarsmenn Isavia og ráðherra í ríkisstjórn fullyrða að ákvarðanir um að leyfa skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli hafi verið teknar á viðskiptalegum forsendum. Hvers konar viðskiptalegu forsendur eru það að leyfa milljarða króna skuldasöfnun með haldsrétti í eignum þriðja aðila? Í venjulegum viðskiptum þarf að vega og meta áhættuna sem fylgir þeim. Viðskiptasögu og greiðslugetu þarf að kanna. Skapa þarf traust. Þannig skapast forsendur fyrir viðskiptunum. Öfugt við þetta hefur Isavia viðskiptaleg forréttindi. Isavia telur sig ekki þurfa að vega og meta áhættu af viðskiptum við flugfélög með sama hætti og gert er annars staðar í atvinnulífinu. Ríkisfyrirtækið telur sig hafa lögverndaðan haldsrétt í flugvélum flugfélaga, ekki bara fyrir flugvallarkostnaði heldur öllum viðskiptum flugrekanda eða leigutaka. Ef slík forréttindi eiga að teljast lögleg, þá þarf að breyta þeim lögum. Þessi forréttindi hafa skekkt stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og valdið gríðarlega miklu tjóni. Forráðamenn Isavia segja að félagið þurfi að hafa haldsrétt á flugvélum til að auðvelda flugfélögum að hefja flug hingað til lands. Isavia gæti annars þurft að krefjast trygginga og það gæti verið íþyngjandi og dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi. Með því er Isavia í raun að segja að fyrirtækið treysti sér ekki til að vega og meta flugfélög á viðskiptalegum forsendum, nákvæmlega eins og þarf að gera í öllum eðlilegum viðskiptum. Staðreyndin er auðvitað sú að Isavia hefur alla þá getu og kunnáttu sem þarf til að meta viðskiptavini með sama hætti og aðrir þurfa að gera. Ekki ber á öðru í samskiptum Isavia við önnur fyrirtæki en flugfélög. Þar er enginn afsláttur gefinn af kröfunum og mörg fyrirtæki hafa kvartað undan óbilgirni Isavia.Isavia hefur valdið stórtjóni Isavia hafði betri innsýn í stöðu WOW en aðrir en leyndi því hve miklar skuldir flugfélagsins voru vegna Keflavíkurflugvallar. Ef þjónusta Isavia við WOW hefði í raun verið á viðskiptalegum forsendum, þá hefði flugfélaginu ekki verið leyft að hlaða upp tveggja milljarða króna skuldum án skilyrða. Í það minnsta hefði Isavia getað gert kröfu til WOW um sjálfbæran rekstur og hætta að selja flugferðir undir kostnaðarverði, til að hafa von um greiðslu. En þess í stað leyfði Isavia skuldasöfnunina án nokkurra afskipta, vegna þess að félagið treysti á að geta lagt hald á flugvél fyrir upphæðinni. Isavia tók enga áhættu. Þannig dró Isavia endalok WOW á langinn um hálft til eitt ár. Isavia skapaði með þessari eftirgjöf falska mynd af stöðu flugfélagsins, þannig að birgjar héldu áfram að lána því vörur og þjónustu. Þeir sitja nú eftir með sárt ennið og háa reikninga á hendur WOW sem skiptastjóri gefur enga von um að fáist greiddir. Tap Icelandair er mest Icelandair hefur tapað milljörðum króna vegna þess að Isavia hjálpaði WOW að halda áfram að selja farmiða undir kostnaðarverði. Isavia leiddi tap WOW og gerði þannig illt verra. Undirboð WOW þvinguðu fargjöld Icelandair niður og stuðluðu þannig að miklum taprekstri beggja félaganna. Icelandair, stærsti viðskiptavinur Isavia, hlaut því stærsta skellinn vegna hins vanhugsaða stuðnings ríkisfyrirtækisins við WOW. Vitaskuld eru það svo hinir endanlegu eigendur Icelandair sem taka á sig tapið, vinnandi fólk og fyrirtæki sem borga í lífeyrissjóðina sem eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Íslenskur almenningur á Isavia lítið að þakka fyrir að rýra verðmæti lífeyrissjóðanna. Sérkennilegar röksemdir Stjórnendur Isavia og ráðherrar segja að Keflavíkurflugvöllur hafi engu að síður haft töluverðar tekjur af farþegum WOW. Skiluðu farþegar annarra flugfélaga ekki líka tekjum? Hvers konar röksemdafærsla er þetta? Þarna staðfestir Isavia reyndar að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem skilar fyrirtækinu raunverulegum hagnaði, á meðan flugvallarþjónustan sem slík er rekin með miklu tapi. Isavia hafði semsagt fínar tekjur af farþegum WOW og ætlaði svo að selja flugvél í eigu þriðja aðila fyrir uppsöfnuðum lendingargjöldum. Fyrirtækið var bæði með belti og axlabönd en kallar það að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Það er bilun að reyna að verja þetta rugl. Frekar væri viðeigandi að viðurkenna mistökin. Ef Isavia telur sig hafa tekið ákvörðun um skuldasöfnun WOW á viðskiptalegum forsendum, þá verður fyrirtækið að sætta sig við það sem fylgir slíkum ákvörðunum, alveg eins og aðrir. Isavia verður þá að fara í röðina með öllum hinum kröfuhöfunum. En eins og Isavia hagar sér með haldsrétt í eignum þriðja aðila, þá fer fyrirtækið fram fyrir röðina. Það sýnir best hvað þetta er galið að ef ekki finnast fjármunir í þrotabúi WOW fyrir launagreiðslum, sem eru forgangskröfur, þá greiðir ríkissjóður laun og launatengd gjöld. En á skrifstofu Isavia ætla menn að sitja og telja peningaseðla frá erlendum eiganda flugvélar sem WOW hafði á leigu.Höfundur er stjórnarformaður Gray line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Furðulegt er að heyra forsvarsmenn Isavia og ráðherra í ríkisstjórn fullyrða að ákvarðanir um að leyfa skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli hafi verið teknar á viðskiptalegum forsendum. Hvers konar viðskiptalegu forsendur eru það að leyfa milljarða króna skuldasöfnun með haldsrétti í eignum þriðja aðila? Í venjulegum viðskiptum þarf að vega og meta áhættuna sem fylgir þeim. Viðskiptasögu og greiðslugetu þarf að kanna. Skapa þarf traust. Þannig skapast forsendur fyrir viðskiptunum. Öfugt við þetta hefur Isavia viðskiptaleg forréttindi. Isavia telur sig ekki þurfa að vega og meta áhættu af viðskiptum við flugfélög með sama hætti og gert er annars staðar í atvinnulífinu. Ríkisfyrirtækið telur sig hafa lögverndaðan haldsrétt í flugvélum flugfélaga, ekki bara fyrir flugvallarkostnaði heldur öllum viðskiptum flugrekanda eða leigutaka. Ef slík forréttindi eiga að teljast lögleg, þá þarf að breyta þeim lögum. Þessi forréttindi hafa skekkt stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og valdið gríðarlega miklu tjóni. Forráðamenn Isavia segja að félagið þurfi að hafa haldsrétt á flugvélum til að auðvelda flugfélögum að hefja flug hingað til lands. Isavia gæti annars þurft að krefjast trygginga og það gæti verið íþyngjandi og dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi. Með því er Isavia í raun að segja að fyrirtækið treysti sér ekki til að vega og meta flugfélög á viðskiptalegum forsendum, nákvæmlega eins og þarf að gera í öllum eðlilegum viðskiptum. Staðreyndin er auðvitað sú að Isavia hefur alla þá getu og kunnáttu sem þarf til að meta viðskiptavini með sama hætti og aðrir þurfa að gera. Ekki ber á öðru í samskiptum Isavia við önnur fyrirtæki en flugfélög. Þar er enginn afsláttur gefinn af kröfunum og mörg fyrirtæki hafa kvartað undan óbilgirni Isavia.Isavia hefur valdið stórtjóni Isavia hafði betri innsýn í stöðu WOW en aðrir en leyndi því hve miklar skuldir flugfélagsins voru vegna Keflavíkurflugvallar. Ef þjónusta Isavia við WOW hefði í raun verið á viðskiptalegum forsendum, þá hefði flugfélaginu ekki verið leyft að hlaða upp tveggja milljarða króna skuldum án skilyrða. Í það minnsta hefði Isavia getað gert kröfu til WOW um sjálfbæran rekstur og hætta að selja flugferðir undir kostnaðarverði, til að hafa von um greiðslu. En þess í stað leyfði Isavia skuldasöfnunina án nokkurra afskipta, vegna þess að félagið treysti á að geta lagt hald á flugvél fyrir upphæðinni. Isavia tók enga áhættu. Þannig dró Isavia endalok WOW á langinn um hálft til eitt ár. Isavia skapaði með þessari eftirgjöf falska mynd af stöðu flugfélagsins, þannig að birgjar héldu áfram að lána því vörur og þjónustu. Þeir sitja nú eftir með sárt ennið og háa reikninga á hendur WOW sem skiptastjóri gefur enga von um að fáist greiddir. Tap Icelandair er mest Icelandair hefur tapað milljörðum króna vegna þess að Isavia hjálpaði WOW að halda áfram að selja farmiða undir kostnaðarverði. Isavia leiddi tap WOW og gerði þannig illt verra. Undirboð WOW þvinguðu fargjöld Icelandair niður og stuðluðu þannig að miklum taprekstri beggja félaganna. Icelandair, stærsti viðskiptavinur Isavia, hlaut því stærsta skellinn vegna hins vanhugsaða stuðnings ríkisfyrirtækisins við WOW. Vitaskuld eru það svo hinir endanlegu eigendur Icelandair sem taka á sig tapið, vinnandi fólk og fyrirtæki sem borga í lífeyrissjóðina sem eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Íslenskur almenningur á Isavia lítið að þakka fyrir að rýra verðmæti lífeyrissjóðanna. Sérkennilegar röksemdir Stjórnendur Isavia og ráðherrar segja að Keflavíkurflugvöllur hafi engu að síður haft töluverðar tekjur af farþegum WOW. Skiluðu farþegar annarra flugfélaga ekki líka tekjum? Hvers konar röksemdafærsla er þetta? Þarna staðfestir Isavia reyndar að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem skilar fyrirtækinu raunverulegum hagnaði, á meðan flugvallarþjónustan sem slík er rekin með miklu tapi. Isavia hafði semsagt fínar tekjur af farþegum WOW og ætlaði svo að selja flugvél í eigu þriðja aðila fyrir uppsöfnuðum lendingargjöldum. Fyrirtækið var bæði með belti og axlabönd en kallar það að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Það er bilun að reyna að verja þetta rugl. Frekar væri viðeigandi að viðurkenna mistökin. Ef Isavia telur sig hafa tekið ákvörðun um skuldasöfnun WOW á viðskiptalegum forsendum, þá verður fyrirtækið að sætta sig við það sem fylgir slíkum ákvörðunum, alveg eins og aðrir. Isavia verður þá að fara í röðina með öllum hinum kröfuhöfunum. En eins og Isavia hagar sér með haldsrétt í eignum þriðja aðila, þá fer fyrirtækið fram fyrir röðina. Það sýnir best hvað þetta er galið að ef ekki finnast fjármunir í þrotabúi WOW fyrir launagreiðslum, sem eru forgangskröfur, þá greiðir ríkissjóður laun og launatengd gjöld. En á skrifstofu Isavia ætla menn að sitja og telja peningaseðla frá erlendum eiganda flugvélar sem WOW hafði á leigu.Höfundur er stjórnarformaður Gray line.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar