Apple Pay komið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 08:43 Arion banki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sínum að skrá greiðslukort sín í Apple Pay. Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér. Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér.
Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00
Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent