Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 08:00 Rouhani er ekki sáttur við viðskiptaþvinganirnar. Nordicphotos/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira