Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:45 Rosenstein starfaði í áratugi í dómsmálaráðuneytinu. Trump skipaði hann aðstoðardómsmálaráðherra árið 2017 en snerist harkalega gegn honum eftir skipan sérstaka rannsakandans. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36