Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 11:27 Ákærða minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra umrætt kvöld. Vínandamagn í blóði hennar mældist 1,95 prómill sem svarar til mun meiri drykkju. Getty Images Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34