Oft verið bjartara yfir samskiptum Íslands og Rússlands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 14:18 Guðlaugur Þór Þórðarson birti í dag skýrslu um stöðuna í utanríkismálum. Hann kynntir efni hennar á þingfundi í dag. Vísir/Vilhelm Vaxandi hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum vekja ugg en Ísland hefur lengi talað gegn frekari hervæðingu á svæðinu. Oft hefur verið bjartara yfir samskiptum Íslands og Rússlands. Þetta segir í umfangsmikilli skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem fjallar um stöðu utanríkismála, stefnumörkun og áherslur. Skýrslan er alls 121 blaðsíða og mun utanríkisráðherra kynna innihald hennar á þingfundi í dag.Hér er hægt að lesa skýrsluna. „Í pólitískum skilningi hefur hins vegar oft verið bjartara yfir samskiptunum. Enginn íslenskra ráðamanna fór til Rússlands í tengslum við HM í knattspyrnu og sú ákvörðun var tekin í kjölfar tilræðis við tvo rússneska ríkisborgara í Bretlandi á vormánuðum 2018. Um samstilltar diplómatískar aðgerðir var að ræða af hálfu vestrænna ríkja. Slíkar diplómatískar aðgerðir eru í eðli sínu tímabundnar og ljóst að einstaka ríki eru þegar farin að vinda ofan af aðgerðum sínum. Segja má að íslensk stjórnvöld hafi stigið fyrstu skrefin í þá átt síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasamstarfs ríkjanna,“ segir Guðlaugur Þór.Vill tryggja öryggi á norðurslóðum Hann segir að Ísland hafi lengi talað fyrir mikilvægi þess að tryggja frið á norðurslóðum. Vaxandi hernaðarumsvif Rússa á svæðinu sé því áhyggjuefni. „Við þessu hefur verið brugðist með stórauknu eftirliti með kafbátaumferð og eru umtalsverðar framkvæmdir fyrirhugaðar á flugskýlum og öðrum mannvirkjum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Þá hefur gildi stöðugs loftrýmiseftirlits og virkrar loftrýmisgæslu sannað sig að undanförnu þegar rússneskar sprengjuflugvélar hafa verið á sveimi á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu,“ segir Guðlaugur. „Í vor voru liðin fimm ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga og braut þannig gróflega gegn þjóðarétti. Samstaða vestrænna ríkja er sannarlega mikilvæg þegar kemur að því að verja alþjóðalög og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum,“ segir Guðlaugur sem vill ítreka mikilvægi alþjóðalaga og virks alþjóðlegs samstarfs fyrir herlaus smáríki líkt og Ísland er. Þrátt fyrir núning í samskiptum við Rússland segir Guðlaugur að mikilvægt sé að halda góðu talsambandi. Það sé í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda að ræða við rússneska ráðamenn á æðstu stigi stjórnsýslunnar. Tekist hafi að byggja upp mikilvægan samstarfsvettvang norðurskautsráðsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þegar hann flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu.utanríkisráðuneytiðÍsland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Á þessu ári er Ísland formennskuríki í Norrænu ráðherranefndinni og veitir samstarfi norrænna utanríkisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna formennsku og tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í Washington fyrir hönd NB8-ríkjahópsins frá og með miðju sumri. Aðildarríki Norðurskautsráðsins vinna saman að því að takast á við fjölmargar áskoranir sem felast í breytingum á svæðinu vegna hlýnunar jarðar. Nýjar sjóleiðir opnast „Á næstu dögum tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu og mun leiða þá miklu vinnu sem fer fram á vettvangi ráðsins. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi mun íslenska formennskan meðal annars beina kastljósinu að málefnum hafsins, loftslagsmálum og endurnýjanlegri orku, auk stuðnings við samfélög á norðurslóðum. Horft er jafnt til hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar – umhverfisþátta, félagslegra þátta og efnahagslegra þátta.“ Guðlaugur segir að þrátt fyrir að ískyggileg þróun á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga sé öllum jarðarbúum áhyggjuefni verði ekki hjá því litið að í henni felist líka möguleikar. „Þær sjóleiðir sem munu opnast á næstu árum stytta siglingartíma svo um munar, líkt og þegar Súez-skurðurinn var opnaður fyrir 150 árum. Lega Íslands í miðju Atlantshafi, rétt við heimskautsbaug, gerir landið að álitlegri tengimiðstöð fyrir ferðir og flutninga lengra til norðurs og íslensk fyrirtæki búa yfir reynslu og þekkingu sem getur komið að gagni við úrlausn fjölmargra áskorana sem blasa við á svæðinu.“ Norrænt samstarf hornsteinn utanríkisstefnu landsins „Norrænt samstarf er einn mikilvægasti þátturinn í utanríkismálum Íslands en í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að norrænt samstarf verði áfram einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands.“ Norðurlöndin styðji iðulega hvert annað til áhrifa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Löndin berjist fyrir sömu grundvallargildunum. „Framboð íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO er dæmi um þá samstöðu.“ Alþingi Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Málefni sem snerta alla heimskringluna Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið sameina vísindin, stjórnmál og umhverfisvernd. 18. október 2018 09:00 Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Vaxandi hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum vekja ugg en Ísland hefur lengi talað gegn frekari hervæðingu á svæðinu. Oft hefur verið bjartara yfir samskiptum Íslands og Rússlands. Þetta segir í umfangsmikilli skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem fjallar um stöðu utanríkismála, stefnumörkun og áherslur. Skýrslan er alls 121 blaðsíða og mun utanríkisráðherra kynna innihald hennar á þingfundi í dag.Hér er hægt að lesa skýrsluna. „Í pólitískum skilningi hefur hins vegar oft verið bjartara yfir samskiptunum. Enginn íslenskra ráðamanna fór til Rússlands í tengslum við HM í knattspyrnu og sú ákvörðun var tekin í kjölfar tilræðis við tvo rússneska ríkisborgara í Bretlandi á vormánuðum 2018. Um samstilltar diplómatískar aðgerðir var að ræða af hálfu vestrænna ríkja. Slíkar diplómatískar aðgerðir eru í eðli sínu tímabundnar og ljóst að einstaka ríki eru þegar farin að vinda ofan af aðgerðum sínum. Segja má að íslensk stjórnvöld hafi stigið fyrstu skrefin í þá átt síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasamstarfs ríkjanna,“ segir Guðlaugur Þór.Vill tryggja öryggi á norðurslóðum Hann segir að Ísland hafi lengi talað fyrir mikilvægi þess að tryggja frið á norðurslóðum. Vaxandi hernaðarumsvif Rússa á svæðinu sé því áhyggjuefni. „Við þessu hefur verið brugðist með stórauknu eftirliti með kafbátaumferð og eru umtalsverðar framkvæmdir fyrirhugaðar á flugskýlum og öðrum mannvirkjum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Þá hefur gildi stöðugs loftrýmiseftirlits og virkrar loftrýmisgæslu sannað sig að undanförnu þegar rússneskar sprengjuflugvélar hafa verið á sveimi á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu,“ segir Guðlaugur. „Í vor voru liðin fimm ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga og braut þannig gróflega gegn þjóðarétti. Samstaða vestrænna ríkja er sannarlega mikilvæg þegar kemur að því að verja alþjóðalög og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum,“ segir Guðlaugur sem vill ítreka mikilvægi alþjóðalaga og virks alþjóðlegs samstarfs fyrir herlaus smáríki líkt og Ísland er. Þrátt fyrir núning í samskiptum við Rússland segir Guðlaugur að mikilvægt sé að halda góðu talsambandi. Það sé í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda að ræða við rússneska ráðamenn á æðstu stigi stjórnsýslunnar. Tekist hafi að byggja upp mikilvægan samstarfsvettvang norðurskautsráðsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þegar hann flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu.utanríkisráðuneytiðÍsland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Á þessu ári er Ísland formennskuríki í Norrænu ráðherranefndinni og veitir samstarfi norrænna utanríkisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna formennsku og tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í Washington fyrir hönd NB8-ríkjahópsins frá og með miðju sumri. Aðildarríki Norðurskautsráðsins vinna saman að því að takast á við fjölmargar áskoranir sem felast í breytingum á svæðinu vegna hlýnunar jarðar. Nýjar sjóleiðir opnast „Á næstu dögum tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu og mun leiða þá miklu vinnu sem fer fram á vettvangi ráðsins. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi mun íslenska formennskan meðal annars beina kastljósinu að málefnum hafsins, loftslagsmálum og endurnýjanlegri orku, auk stuðnings við samfélög á norðurslóðum. Horft er jafnt til hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar – umhverfisþátta, félagslegra þátta og efnahagslegra þátta.“ Guðlaugur segir að þrátt fyrir að ískyggileg þróun á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga sé öllum jarðarbúum áhyggjuefni verði ekki hjá því litið að í henni felist líka möguleikar. „Þær sjóleiðir sem munu opnast á næstu árum stytta siglingartíma svo um munar, líkt og þegar Súez-skurðurinn var opnaður fyrir 150 árum. Lega Íslands í miðju Atlantshafi, rétt við heimskautsbaug, gerir landið að álitlegri tengimiðstöð fyrir ferðir og flutninga lengra til norðurs og íslensk fyrirtæki búa yfir reynslu og þekkingu sem getur komið að gagni við úrlausn fjölmargra áskorana sem blasa við á svæðinu.“ Norrænt samstarf hornsteinn utanríkisstefnu landsins „Norrænt samstarf er einn mikilvægasti þátturinn í utanríkismálum Íslands en í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að norrænt samstarf verði áfram einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands.“ Norðurlöndin styðji iðulega hvert annað til áhrifa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Löndin berjist fyrir sömu grundvallargildunum. „Framboð íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO er dæmi um þá samstöðu.“
Alþingi Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Málefni sem snerta alla heimskringluna Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið sameina vísindin, stjórnmál og umhverfisvernd. 18. október 2018 09:00 Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Málefni sem snerta alla heimskringluna Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið sameina vísindin, stjórnmál og umhverfisvernd. 18. október 2018 09:00
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23