Reyndu að falsa frásagnir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 14:45 Pete Buttigieg. AP/Bebeto Matthews Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira