Reyndu að falsa frásagnir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 14:45 Pete Buttigieg. AP/Bebeto Matthews Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira