Ingó Veðurguð loksins til Bahama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 17:49 Ingó nýtur nú sólarinnar á Bahama. Instagram/@ingo_vedurgud „Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan. Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan.
Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira