Gæsluvarðhald framlengt vegna brunans á Selfossi: Ekki fallist á að fyrri úrskurðir væru ógildir vegna dóms MDE Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 10:33 Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars. Vísir/Sigurjón Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01
Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40