Körfubolti

Meistararnir misstigu sig aftur gegn Clippers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lou Williams var drjúgur fyrir Clippers.
Lou Williams var drjúgur fyrir Clippers. vísir/getty
Los Angeles Clippers vann meistara Golden State Warriors, 121-129, á útivelli í 8-liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum minnkaði Clippers muninn í einvígi liðanna í 3-2.

Líkt og í hinum leiknum í einvíginu sem Clippers vann fór Lou Williams mikinn í nótt. Hann skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr tólf af 19 skotum sínum utan af velli. Williams gaf einnig tíu stoðsendingar.

Kevin Durant skoraði 45 stig fyrir Golden State sem hefur sýnt óvænt veikleikamerki í einvíginu.

Sigurvegarinn í einvígi Golden State og Clippers mætir Houston Rockets í undanúrslitum.



Houston kláraði einvígið gegn Utah Jazz með sigri í fimmta leik liðanna í nótt, 93-100. Houston vann einvígið, 4-1.

James Harden var venju samkvæmt stigahæstur hjá Houston með 26 stig. Clint Capela skoraði 16 stig og tók tíu fráköst.

Royce O'Neale skoraði 18 stig fyrir Utah. Besti sóknarmaður liðsins, Donovan Mitchell, hitti aðeins úr fjórum af 22 skotum sínum utan af velli. Öll níu þriggja stiga skotin sem hann tók geiguðu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×