Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:46 Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. Vísir/getty „Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
„Velkominn til leiks, Sybbni-Jói. Ég vona bara að þú sért gæddur þeim gáfum, sem lengi hefur verið efast um, sem þurfa til að heyja árangursríka baráttu í forvalinu.“ Svona hljóma upphafsorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tísti sem hann birti í dag skömmu eftir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.Sjá nánar: Býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi „Þetta verður andstyggilegt – þú munt þurfa að kljást við fólk sem í raun og sanni hefur sjúkar og vitstola hugmyndir. En ef þú hefur þetta af og ferð með sigur af hólmi þá sé ég þig við rásmarkið.“Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019 Biden tilkynnti um framboð sitt í myndbandi sem hann birti í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að sjálf grunngildi Bandaríkjanna væru í húfi. Trump hefði teflt í tvísýnu stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Allt sem áður hefði einkennt Bandaríkin væri í húfi í forsetakosningunum árið 2020. „Ég trúi því að þegar fram líða stundir og við lítum um öxl verður forsetatíð Donalds Trump og allt sem hann stendur fyrir álitið viðurstyggilegt augnablik í sögunni en ef við gefum Trump átta ár í Hvíta húsinu þá mun honum takast að gjörbreyta karakter þjóðarinnar til framtíðar; breyta því hver við erum. Ég get ekki setið hjá og leyft því að gerast,“ sagði Biden í myndbandinu. Þegar hafa 19 demókratar tilkynnt um framboð sitt. Biden, Kamala Harris og Bernie Sanders eru talin afar sigurstrangleg en samkvæmt könnunum trónar Biden á toppnum.I believe it will be Crazy Bernie Sanders vs. Sleepy Joe Biden as the two finalists to run against maybe the best Economy in the history of our Country (and MANY other great things)! I look forward to facing whoever it may be. May God Rest Their Soul! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2019 Í síðustu viku viðurkenndi Trump að Biden væri líklegur til að etja kappi við sig um forsetastólinn. „Ég held að það verði annað hvort klikkaði Bernie Sanders eða Sybbni-Jói sem munu berjast um útefningu flokksins til að keppa við mögulega besta efnahagsástand í sögu lansdins (og marga aðra frábæra hluti!). Ég hlakka til að mæta hverjum þeim sem verður fyrir valinu. Megi Guð geyma þá“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00