Bann á efni hvítra þjóðernissinna gæti fjarlægt efni stjórnmálafólks Repúblikana Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:23 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Getty/Cole Burston Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning). Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning).
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58