Trump hvetur fólk til bólusetninga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. Vísir/EPA Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00