Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:59 Blóm sem skilin voru eftir við bænahúsið þar sem skotárásin átti sér stað í gær. Vísir/EPA Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24