Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:59 Blóm sem skilin voru eftir við bænahúsið þar sem skotárásin átti sér stað í gær. Vísir/EPA Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24