Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:59 Blóm sem skilin voru eftir við bænahúsið þar sem skotárásin átti sér stað í gær. Vísir/EPA Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Nítján ára gamall karlmaður sem er í haldi lögreglunnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir skotárás í bænahúsi gyðinga í gær er sagður hafa lofað hryðjuverkamenn sem drápu múslima í moskum á Nýja-Sjálandi og gyðinga í sýnagógu í Pittsburg. Einn er látinn eftir árásina og þrír særðir, þar á meðal stúlka. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Kona sem hann skaut lést af sárum sínum. Stúlka og tveir karlmenn eru enn á sjúkrahúsi en sár þeirra eru ekki sögð lífshættuleg. Annar karlmannanna er rabbíni. Árásin átti sér stað á síðasta degi páskahátíðar gyðinga. Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.Washington Post segir að svo virðist sem að árásarmaðurinn hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Það var mannskæðasta árás í gyðinga í sögu Bandaríkjanna. Lýsti maðurinn sér sem „gyðingahatara“ og „hvítum þjóðernissinna“ og fyrirætlunum sínum um að drepa gyðinga. Fullyrti hann að hann hefði kveikt í öðru bænahúsi gyðinga í síðasta mánuði. Svo virðist sem að maðurinn hafi ætlað sér að herma eftir hryðjuverkamanninum í Christchurch og streyma beint frá árásinni á Facebook. Stjórnendur samfélagsmiðilsins eru sagðir hafa lokað á aðganginn áður en hann hlaut athygli að ráði. Steve Vaus, borgarstjóri Poway, fullyrti í gær að árásin væri hatursglæpur og Donald Trump forseti tók undir að svo virtist vera.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24