Innlent

Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Eyþór Björnsson  forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku.
Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku. Skjáskot/Stöð 2
Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts

Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir.

„Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. 

Hann segir þetta litið alvarlegum augum.

„Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. 

Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum.

„Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×