Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:00 Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku. Skjáskot/Stöð 2 Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53