Segja símalausa skóla hafa góð áhrif á samskiptin og minnka skjátímann verulega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 20:00 þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira