„Ég var ekki rekinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2019 18:17 Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion. „Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú. Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira
„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú.
Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira