Barn síns tíma Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Engin vísindaleg rök búa að baki kröfu yfirvalda um fjögurra vikna einangrunarvist hunda og katta í sóttkví við komu hingað til lands. Þá felst afar lítil áhætta í því að viðurkenna sérstök gæludýravegabréf, að minnsta kosti frá Bretlandi og Norður-Evrópu, þaðan sem mikill meirihluti innfluttra hunda kemur. Með upptöku slíkra vegabréfa væri hægt að gera gæludýraeigendum kleift að ferðast með dýrin sín milli landa að uppfylltum sjálfsögðum og ströngum skilyrðum um bólusetningar og heilsufar. Allt þetta og meira til má lesa í nýju áhættumati vegna innflutnings dýra til Íslands, sem fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur vann fyrir íslensk stjórnvöld og birtist í vikunni. Strangari reglur voru settar um innflutning dýra á sínum tíma hérlendis en víða annars staðar. Það var ekki að ástæðulausu. Það er vissulega staðreynd að búfjárstofnar hér eru viðkvæmari fyrir ýmsum pestum sem ekki eru vandamál annars staðar, vegna einangrunar landsins. Þess vegna er mikilvægt að allar varnir séu í lagi. Við innflutning á hundum og köttum sérstaklega eru sett ströng skilyrði. Dýrið er rannsakað og bólusett áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að þeim vikum liðnum er einangruninni aflétt og dýrið fær að vera frjálst ferða sinna á Íslandi. Einangrunin reynist sumum dýrum mjög þungbær, án eigenda sinna, auk þess sem dýraeigendur þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að standa straum af kostnaði við veruna í sóttkvínni. En nú er árið 2019. Varla þarf að fjölyrða um þær gríðarlegu framfarir sem orðið hafa undanfarin ár í læknavísindum, meðal annars hvað bólusetningar og sníkjudýralyf varðar. Þar fyrir utan er óvíða í heiminum hugað betur að eftirliti, skráningu og heilbrigði gæludýra en einmitt á Íslandi. Af þessum sökum er óskiljanlegt að slík ill meðferð á dýrum, líkt og fjögurra vikna einangrunarvist sannarlega er, skuli viðgangast á 21. öldinni. Nú er lag. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að gæludýr bæta, kæta og hressa. Ísland er eftirbátur annarra landa hvað þetta varðar. Óbreytt fyrirkomulag er barn síns tíma; óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum og sársauka fyrir dýr og menn. Hundaræktarfélag Íslands fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisgjöfin ætti auðvitað að vera þeirra ósköp eðlilega krafa um að taka upp gæludýravegabréf líkt og gert er í löndunum í kringum okkur. Þetta er borðleggjandi dæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun