Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 13:00 Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. Vísir/Vilhelm Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira