Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 13:00 Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. Vísir/Vilhelm Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira