Þögul mótmæli á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:55 Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum. Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum.
Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira