Til hamingju, FKA og stjórnvöld! Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 08:00 Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar