Til hamingju, FKA og stjórnvöld! Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 08:00 Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli. Allt hófst þetta árið 1997 þegar þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, skipaði starfshóp til að meta þörf fyrir stuðningsaðgerðir kvenna í atvinnurekstri. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðum árið 1999 þar sem mælt var með aðgerðum. Horft var til Kanada og Bandaríkjanna sem fyrirmynda. Úr varð að viðskiptaráðuneytið stóð fyrir stofnfundi félagsins 9. apríl árið 1999, í samvinnu við konur í atvinnurekstri. Í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu sagði: „Lagði nefndin m.a. til að stofnað yrði félag eða „tengslanet“ kvenatvinnurekenda með stuðningi stjórnvalda sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.“ Fyrstu árin var viðskiptaráðuneytið fjárhagslegur bakhjarl FKA og kostaði til stöðugildi starfsmanns hjá Impru til að sjá um rekstur skrifstofu, s.s. innheimtu félagsgjalda, útgáfu fréttabréfa og fleira. Árið 2005 var félagið opnað fyrir fleiri aðildarkonum og í kjölfarið var nafninu breytt í Félag kvenna í atvinnulífinu í stað „atvinnurekstri“. Þetta þýðir að FKA-konur í dag eru stjórnendur í fyrirtækjum eða stjórnarkonur, án þess að þurfa að vera eigendur. Þótt konum hafi fjölgað, umsvif aukist og verkefnin orðið stærri hefur FKA aldrei hnikað frá þeim tilgangi sínum að vera tengslanet sem stöðugt vinnur að því að efla samvinnu og samstöðu kvenna. Þess vegna hvetjum við sem flestar leiðtogakonur til að skrá sig á viðburðinn í Hörpu næstkomandi föstudag. Saman stöndum við, saman fögnum við. Ég hvet konur í atvinnulífinu og stjórnmálum til að mæta og fagna því samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda sem hófst fyrir 20 árum. Eflum tengslanetið og sjáumst í Hörpu.Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar