Barnahús opnað á Akureyri í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2019 13:22 Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun. Mynd/Ragnar Hólm Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað. Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað.
Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira