Innlent

Barnahús opnað á Akureyri í dag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun.
Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun. Mynd/Ragnar Hólm
Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika.

„Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.





Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm
„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“

Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg.

Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×