Snorri Steinn: Hægt að túlka reglurnar eftir hentisemi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 14:11 Snorri Steinn vonast til að Daníel Freyr spili næsta leik og haldi sig þá inni í teignum. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómara leiks Valsmanna og FH-inga að gefa markverðinum Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. Á 53. mínútu kom Daníel út að miðlínu til að ná boltanum. Það tókst en í leiðinni lenti hann í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, að um réttan dóm hafi verið að ræða og vísaði í reglu 8.5. Þar segir að markvörður beri ábyrgð á því ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherjans er hann fer út úr sínum vítateig til að komast inn í sendingu. „Þessar blessuðu reglur. Það er hægt að túlka þær eftir hentisemi. Ég túlkaði þetta ekki eins og dómararnir,“ sagði Snorri við Vísi í dag. Hann segir að ekki hafi verið um sendingu fram völlinn að ræða. „Ef menn skoða atvikið gaumgæfilega sést að þetta er ekki sending. Og sending er ekki túlkunaratriði.“ Snorri segist þó ekki vera hrifinn af því þegar markverðir fara út úr teignum til að reyna að komast inn í sendingar. Og hann vonast til að Daníel fái ekki bann og verði með Val gegn KA á miðvikudaginn. „Vonandi hefur þetta ekki neina eftirmála og Daníel verður í markinu í næsta leik og heldur sig inni í teignum,“ sagði Snorri. Valsmenn eru í 3. sæti Olís-deildarinnar og enda ekki neðar en það. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Reglan 8.5. Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómara leiks Valsmanna og FH-inga að gefa markverðinum Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. Á 53. mínútu kom Daníel út að miðlínu til að ná boltanum. Það tókst en í leiðinni lenti hann í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, að um réttan dóm hafi verið að ræða og vísaði í reglu 8.5. Þar segir að markvörður beri ábyrgð á því ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherjans er hann fer út úr sínum vítateig til að komast inn í sendingu. „Þessar blessuðu reglur. Það er hægt að túlka þær eftir hentisemi. Ég túlkaði þetta ekki eins og dómararnir,“ sagði Snorri við Vísi í dag. Hann segir að ekki hafi verið um sendingu fram völlinn að ræða. „Ef menn skoða atvikið gaumgæfilega sést að þetta er ekki sending. Og sending er ekki túlkunaratriði.“ Snorri segist þó ekki vera hrifinn af því þegar markverðir fara út úr teignum til að reyna að komast inn í sendingar. Og hann vonast til að Daníel fái ekki bann og verði með Val gegn KA á miðvikudaginn. „Vonandi hefur þetta ekki neina eftirmála og Daníel verður í markinu í næsta leik og heldur sig inni í teignum,“ sagði Snorri. Valsmenn eru í 3. sæti Olís-deildarinnar og enda ekki neðar en það. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Reglan 8.5.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45