Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 11:30 Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið. Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið.
Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45