Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2019 14:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25