Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2019 19:41 Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Ummælin og hegðun sem heyra megi á upptökum falli undir gildissvið siðareglna þingsins.Þetta kemur fram í álitinu sem birt var á vef Alþingis í kvöld en Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sérstakir varaforsetar Alþingis vegna málsins, óskuðu eftir álitinu þar sem meðal annars var óskað álits á því hvort málið heyrði undir siðareglur Alþingis.Uppfært klukkan 23.15: Svo virðist sem að álitið hafi verið birt fyrir mistök á vef Alþingis og er það nú ekki lengur aðgengilegt á vef þingsins.Ekki lagt mat á það hvort siðareglur hafi verið brotnar Í niðurstöðu meirihluta siðanefndarinnar segir að alþingismenn gegni trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Sem slíkir njóti þeir sérstakra réttina og beri skyldur um fram aðra, þar á meðal þær sem þingmenn hafi sett sér í siðareglum.„Meiri hluti siðanefndar lítur svo á að háttsemiskröfur siðareglnanna tengist stöðu þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Þær taki ekki aðeins til eiginlegra starfa þingmanna heldur geti þær gilt um aðra hegðun eða hátterni, innan sem utan Alþingis, sem leiða megi af hlutverki þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í álitinu. Þá segir einnig að siðareglur alþingismanna gildi um opinbera framgöngu alþingismanna. Lítur nefndin svo á að mat á því hvort að tiltekin háttsemi falli undir gildissvið siðareglnanna snúist um það hvort um framgöngu opinberra persóna á opinberum stað sé að ræða og hún varði almenning.Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.„Það er mat meiri hluta siðanefndar að allir framangreindir þættir eigi við um þá háttsemi sem forsætisnefnd vísar til í erindi sínu. Alþingismenn eru opinberar persónur, sú háttsemi sem um ræðir átti sér stað á opinberum vettvangi og tengist málum sem hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal,“ segir í álitinu.Það sé því mat nefndarinnar að háttsemi þingmanna sex falli undir gildissvið siðareglnanna. Tekið er þó fram að með áliti siðanefndar sé ekki veitt álit á því hvort um brot á siðareglum hafi verið um að ræða.Róbert H. Haraldsson skrifaði sérálit en að hans mati geti hátterni þingmannana fallið undir gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn, að gefnum vissum forsendum, þá séu einnig til staðar verulegar efasemdir um að hátternið falli undir gildissvið siðareglnanna.Einkasamtöl eigi ekki erindi til siðanefndar að mati þingmannanna sex Siðanefndin óskaði eftir umsögnum frá þingmönnum sex vegna málsins. Í umsögn Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar segir að málið snúist um snúist um hvort einkasamtal tveggja eða fleiri alþingismanna, sem ekki sé ætlað öðrum, geti við einhverjar aðstæður talist hluti af opinberri framgöngu þingmanna og snert skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.Höfnuðu þeir að einkasamtöl þingmanna geti falið í sér opinbera framgöngu þeirra sem þingmanna auk þess sem þeir höfnuðu því að hlerun, upptaka og miðlun einkasamtals breyti eðli þess úr því að vera einkamál í það að teljast opinber framganga þeirra sem samtalið áttu en sem kunnugt er komst upp um efni samræðna þingmanna þar sem Bára Halldórsdóttir tók upp samtalið og sendi á fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sendu einnig inn umsögn þar sem segir að stjórnarskráin verndi rétt manna til að láta í ljós skoðanir sínar. Með því að tjá hugsanir í friðhelgi sé unnt að tjá reiði til að losa um hana, fíflast og tjá spaugilegar hliðar á erfiðum málum svo dæmi séu tekin.Þetta hafi stjórnmálamenn ekki síður þörf fyrir en aðrir og að sú friðhelgi sem jafnan ríki um einkasamtöl geri það að verkum að menn telji sig síður þurfa að gæta varfærni þar en annars staðar.„Tungumálið verði kryddaðra, galgopaháttur geri fremur vart við sig og hvers kyns aulahúmor og fíflagangur. Þótt þeir séu þingmenn eigi þeir rétt til að tjá hugsanir sínar með þeim hætti sem þeim sýnist í einkasamtölum,“ er haft upp úr umsögn þingmannanna fjögurra í áliti siðanefndar sem skipuð er áðurnefndum Róberti, Margréti Völu Kristjánsdóttur og Ástu Ragnheiði Jónsdóttur sem er formaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Ummælin og hegðun sem heyra megi á upptökum falli undir gildissvið siðareglna þingsins.Þetta kemur fram í álitinu sem birt var á vef Alþingis í kvöld en Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sérstakir varaforsetar Alþingis vegna málsins, óskuðu eftir álitinu þar sem meðal annars var óskað álits á því hvort málið heyrði undir siðareglur Alþingis.Uppfært klukkan 23.15: Svo virðist sem að álitið hafi verið birt fyrir mistök á vef Alþingis og er það nú ekki lengur aðgengilegt á vef þingsins.Ekki lagt mat á það hvort siðareglur hafi verið brotnar Í niðurstöðu meirihluta siðanefndarinnar segir að alþingismenn gegni trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Sem slíkir njóti þeir sérstakra réttina og beri skyldur um fram aðra, þar á meðal þær sem þingmenn hafi sett sér í siðareglum.„Meiri hluti siðanefndar lítur svo á að háttsemiskröfur siðareglnanna tengist stöðu þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Þær taki ekki aðeins til eiginlegra starfa þingmanna heldur geti þær gilt um aðra hegðun eða hátterni, innan sem utan Alþingis, sem leiða megi af hlutverki þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í álitinu. Þá segir einnig að siðareglur alþingismanna gildi um opinbera framgöngu alþingismanna. Lítur nefndin svo á að mat á því hvort að tiltekin háttsemi falli undir gildissvið siðareglnanna snúist um það hvort um framgöngu opinberra persóna á opinberum stað sé að ræða og hún varði almenning.Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.„Það er mat meiri hluta siðanefndar að allir framangreindir þættir eigi við um þá háttsemi sem forsætisnefnd vísar til í erindi sínu. Alþingismenn eru opinberar persónur, sú háttsemi sem um ræðir átti sér stað á opinberum vettvangi og tengist málum sem hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal,“ segir í álitinu.Það sé því mat nefndarinnar að háttsemi þingmanna sex falli undir gildissvið siðareglnanna. Tekið er þó fram að með áliti siðanefndar sé ekki veitt álit á því hvort um brot á siðareglum hafi verið um að ræða.Róbert H. Haraldsson skrifaði sérálit en að hans mati geti hátterni þingmannana fallið undir gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn, að gefnum vissum forsendum, þá séu einnig til staðar verulegar efasemdir um að hátternið falli undir gildissvið siðareglnanna.Einkasamtöl eigi ekki erindi til siðanefndar að mati þingmannanna sex Siðanefndin óskaði eftir umsögnum frá þingmönnum sex vegna málsins. Í umsögn Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar segir að málið snúist um snúist um hvort einkasamtal tveggja eða fleiri alþingismanna, sem ekki sé ætlað öðrum, geti við einhverjar aðstæður talist hluti af opinberri framgöngu þingmanna og snert skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.Höfnuðu þeir að einkasamtöl þingmanna geti falið í sér opinbera framgöngu þeirra sem þingmanna auk þess sem þeir höfnuðu því að hlerun, upptaka og miðlun einkasamtals breyti eðli þess úr því að vera einkamál í það að teljast opinber framganga þeirra sem samtalið áttu en sem kunnugt er komst upp um efni samræðna þingmanna þar sem Bára Halldórsdóttir tók upp samtalið og sendi á fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sendu einnig inn umsögn þar sem segir að stjórnarskráin verndi rétt manna til að láta í ljós skoðanir sínar. Með því að tjá hugsanir í friðhelgi sé unnt að tjá reiði til að losa um hana, fíflast og tjá spaugilegar hliðar á erfiðum málum svo dæmi séu tekin.Þetta hafi stjórnmálamenn ekki síður þörf fyrir en aðrir og að sú friðhelgi sem jafnan ríki um einkasamtöl geri það að verkum að menn telji sig síður þurfa að gæta varfærni þar en annars staðar.„Tungumálið verði kryddaðra, galgopaháttur geri fremur vart við sig og hvers kyns aulahúmor og fíflagangur. Þótt þeir séu þingmenn eigi þeir rétt til að tjá hugsanir sínar með þeim hætti sem þeim sýnist í einkasamtölum,“ er haft upp úr umsögn þingmannanna fjögurra í áliti siðanefndar sem skipuð er áðurnefndum Róberti, Margréti Völu Kristjánsdóttur og Ástu Ragnheiði Jónsdóttur sem er formaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25