Innlent

Bein útsending: Staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar.
Ferðamenn sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli með flugi WOW air í sumar. Vísir/vilhelm
Opinn fundur undir yfirskriftinni Staða íslensku ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air verður haldinn í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Fundurinn hefst klukkan 9 en sýnt verður beint frá honum hér á Vísi.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Gestir fundarins verða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun hafa mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu en forkólfar í greininni hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í fjölmiðlum undanfarna daga. Þannig hafa þeir gert ráð fyrir mikilli fækkun ferðamanna hingað til lands og tekjumissi og uppsögnum innan ferðaþjónustunnar í kjölfarið.

Fylgjast má með beinu streymi af fundi atvinnuveganefndar í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR

Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×