Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 10:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira