Lífskjarasamningar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:15 Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kjaramál Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun