Trúfélög í áhættumati vegna peningaþvættis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira