Trúfélög í áhættumati vegna peningaþvættis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira