Greint var frá andláti Regin á opinberum samfélagsmiðlareikningum James Bond myndanna. Sögðu aðstandendur myndanna að hugur þeirra væri hjá fjölskyldu og vinum Regin á þessum erfiða tíma.
Nadja Regin fæddist í Belgrad árið 1931 þar sem hún hóf feril sinn. Hún flutti til Bretlands á sjötta áratugnum. Árið 1963 fékk hún hlutverk ástkonu Kerim Bey, yfirmanns hjá MI6 í Istanbul, í myndinni From Russia, With Love.
Ári síðar fór hún svo með hlutverk dansmeyjar í myndinni Goldfinger. Sean Connery fór með hlutverk James Bond í báðum myndunum.
Á seinni hluta ferilsins starfaði hún innan kvikmyndageirans og gaf út eigin skáldsögu árið 1980.