Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni: Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni:
Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05