Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. mars 2019 07:30 Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvern tímann var það yfirlýst markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 bestu háskólum heims. Sennilega er svo enn því háskólastofnun hlýtur ætíð að setja sér göfug markmið. Hér skal þó ósagt látið hvort svokallaðir Píkudagar sem haldnir voru í háskólanum fyrir nokkrum dögum séu þáttur í því háleita markmiði þessarar merku stofnunar að komast í hóp þeirra 100 bestu. Framtakið hlýtur allavega að flokkast til akademískra skringilegheita, þótt ekki sé líklegt að háskólasamfélagið hafi meðvitað stefnt að því. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að karlmenn hafa stundum verið æði uppteknir af typpinu á sér. Sumir þeirra, dónakarlarnir alræmdu, hafa átt það til að senda kynningarmyndir af typpinu á sér til kvenna. Þeir lifa í þeim misskilningi að þannig geti þeir unnið sig í álit meðan staðreyndin er sú að karlmenn sem eru öllum stundum uppteknir af typpinu á sér þykja fremur hvimleið fyrirbæri. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir typpalingar. Á ýmsum tímum hafa svo verið reistar byggingar af alls kyns tagi sem minna óneitanlega á reðurtákn. Eitt slíkt, sementsstrompurinn voldugi, var nýlega fellt á Akranesi, og þótti mörgum það mikill óþarfi. Önnur standa þó enn í fullri reisn og þykja jafnvel hin mestu augnayndi. Þannig að typpin rata víða. Ekki hefur þó enn frést af háskólaráðstefnum með tilheyrandi pallborðsumræðum, málstofum og þátttöku stjórnmálaflokka þar sem áherslan er á þetta sérstaka líffæri, typpið. Það myndi sennilega heyrast hljóð úr horni yrði slík háskólaráðstefna auglýst með alls kyns uppákomum eins og spurningakeppnum um typpi, upplestri á runkminningum og veitingum á borð við typpakokteila. Það þykir hins vegar hið mesta framfaramál þegar konur efna til Píkudaga í Háskóla Íslands og ræða um heilsu píkunnar og segja sjálfsfróunarsögur. Þetta er í fyrsta sinn sem Píkudagar eru haldnir og af auglýsingum og fjölmiðlaumfjöllun mátti ráða að vonir stæðu til að þeir yrðu árlegur viðburður. Landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir því hvað verður á boðstólum á næstu Píkudögum. Kannski píkusmakk? Kvenfrelsisbaráttan er komin upp á nýtt og framandi stig þegar einblínt er á píkudýrkun sem svar við reðurdýrkun karla. Ætla mætti að kynin hafi sitthvað merkilegra við að iðja í háskólum en að einblína á kynfæri sín og hefja þau upp á stall? Slíka upphafningu getur fólk vissulega stundað af alefli heima hjá sér, og haft unun af, en háskólastofnun á ekki að vera musteri slíkrar iðju. Sitthvað er svo óunnið í jafnréttisbaráttunni, hér á landi eru til dæmis hópar láglaunakvenna sem engan veginn geta lifað af launum sínum. Í stað þess að fylkja sér um píkuna væri nær að slá skjaldborg um þessar láglaunakonur og vinna að því að bæta kjör þeirra. Kvennabarátta er mikilvæg og merkileg og á að fara fram í háskólum landsins, en það er sannarlega ekki verið að gera henni hátt undir höfði með jafn skringilegu og innihaldslitlu fyrirbæri og Píkudögum.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun