Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 07:51 Bezos er einn ríkasti maður heims, Auk Amazon á hann meðal annars bandaríska blaðið Washington Post. Vísir/EPA Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar. Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar.
Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20